POLICY

Membership

Upplýsingarnar sem safnað er á þessu eyðublaði eru skráðar í tölvutækar skrár af MINISO í markaðsskyni. MINISO áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum hvenær sem er. MINISO áskilur sér líka rétt til að neita umsækjanda um aðild og getur afturkallað aðildina án ástæðu. Aðild þín að MINISO er í gildi þar til henni er sagt upp, hvort sem þú eða MINISO tekur ákvörðun þar að lútandi. Ef aðild þín hefur verið óvirk í meira en 36 mánuði (þ.e.a.s. meira en 36 mánuðir hafa liðið frá síðustu kaupum) áskilur MINISO sér rétt til þess að ógilda aðild þína. MINISO áskilur sér einnig rétt til að ógilda aðild þína eða vegna misnotkunar. Þú getur hvenær sem er sagt upp aðild þinni sem meðlimur MINISO með því að senda skilaboð þess efnis á info@miniso.is. Þú getur einnig fengið aðgang að gögnum sem varða þig, leiðrétt þau, beðið um að þurrka þau út eða nýtt rétt þinn til að takmarka vinnslu gagna þinna með því að senda skilaboð þess efnis á info@miniso.is. Ef þú ert undir 16 ára aldri förum við fram á að þú upplýsir foreldra eða forráðamann um reglur og skilmála MINISO og að þú fáir samþykki þeirra áður en þú skráir þig sem meðlim MINISO | Persónuverndarstefna: MINISO hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. MINISO hefur persónuvernd og öryggi að leiðarljósi í allri meðferð upplýsinga um viðskiptavini sína og ber ábyrgð á þeim gögnum sem fyrirtækið safnar. MINISO selur aldrei persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína. MINISO leitast við að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga og safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína.MINISO notar persónuupplýsingar meðlima í tengslum við aðild þeirra að MINISO. Upplýsingarnar sem við söfnum frá þér eru geymdar í samræmi við gildandi lög, hugsanlegt er að þær verði fluttar til lands utan EES og unnið úr þeim þar. Allur flutningur persónuupplýsinganna þinna mun fara fram samkvæmt gildandi lögum.